Tix.is

Event info

Sambönd mæðra og dætra hafa löngum verið talin flókin og gefa sálfræðingum nokkuð að iðja um ókomin ár. Því er þó ekki að neita að slík sambönd eru bæði djúp og tilfinningarík. Leikverkið Mother Load fjallar um lífslok og ákvarðanir sem skylduræknar dætur verða að taka við þær aðstæður. Þrátt fyrir ágreining, friðarsamninga, erjur og endanlega sátt (hvort sem þeim líkar betur eða verr) eru böndin milli sterkra sjálfstæðra kvenna órjúfanleg og full ástar.