Tix.is

Event info

Skjaldborg - hátíð íslenskra heimildamynda verður haldin um hvítasunnuhelgina á Patreksfirði dagana 26. - 29. maí 2023.

Enginn verður svikinn af heimildamyndaveislu, gæðastundum í Skjaldborgarbíói, skrúðgöngu, plokkfiskveislu, limbókeppni og sumarnóttinni á Patreksfirði.

Skjaldborg er kraftmikil uppskeruhátíð heimildamyndahöfunda og eina íslenska kvikmyndahátíðin sem sérhæfir sig í að frumsýna íslenskar heimildamyndir. Reynsluboltar í faginu, byrjendur og hinn almenni áhorfandi koma saman á hátíðinni í skemmtilegu og skapandi samtali sem gegnir mikilvægu hlutverki fyrir þróun og miðlun íslenskrar heimildamyndagerðar.

Ókeypis er inn á allar heimildamyndirnar sem sýndar eru í bíóinu Skjaldborg sem staðsett er í hjarta bæjarins.
Hátíðarpassi veitir aðgang að allri dagskrá hátíðarinnar, sjávarréttaveislu, plokkfiskboði kvenfélagsins, partýi á laugardagskvöldinu, lokapartý og aðgang í sundlaugina og á tjaldstæðið alla helgina.


Dagskráin í Skjaldborgarbíó verður fjölbreytt og auk heimildamyndaveislu og verða kynnt verk í vinnslu, Kvikmyndasafn Íslands sýnir perlur úr sínu safni og Friðgeir Einarsson sýnir fyrirlestrarverkið blessbless.is. Þá verða haldnar pallborðsumræður um framtíð íslenskrar heimildamyndagerðar.

Heiðursgestir hátíðarinnar í ár eru Corinne van Egeraat og Petr Lom, heimildamyndahöfundar og framleiðendur ZINDOC. Mannréttindi eru þeirra helsta viðfangsefni og dæmi um það er Myanmar Diaries sem kom út 2022 og hefur unnið til fjölda verðlauna.

Á lokakvöldi Skjaldborgar heimsækir tvíeykið DJ Ívar Pétur og Hermigervill Félagsheimili Patreksfjarðar sem TWIN TWIN SITUATION á lokakvöldi Skjaldborgar. Í farteskinu verða þeir tvíburar með stútfullar partýtöskur af danstónlist!

Nánari upplýsingar á skjaldborg.is

////

Skjaldborg Documentary Film Festival has its 16th edition at Patreksfjörður May 26th - 29th premiering new Icelandic documentaries and highlighting work in progress.

This year's guest of honour is the celebrated Corinne van Egeraat and Petr Dom, documentary filmmakers and producers at ZINDOC. Their work focuses on human rights as demonstrated in the award winning Myanmar Diaries from 2022. Three of their films will be screened at the festival.

The cinema screenings are free and with English subtitles. The Festival Pass gives access to all the festivities; all events, two dinners, Saturdaynight party, the closing party as well as access to the camping ground and the pool with its fabulous view over the fjord all weekend.

For further information please visit skjaldborg.is