,,Guðrún vaknar í kistu í eigin jarðarför en kann ekki við að trufla athöfnina. Kolsvartur tragískur gamanleikur um meðvirkni.“
Guðrúnarkviða er klukkutíma einleikur eftir Eyrúnu Ósk Jónsdóttur sem einnig leikur öll hlutverk í sýningunni. Allir sem eiga eftir að deyja ættu að geta fundið eitthvað til að tengja við í Gaflaraleikhúsinu 31. mars og 1. apríl kl. 20.00. Verkið var upphaflega leikstýrt af Hildi Kristínu Thorstensen og er enduruppsett með aðstoð Bjarkar Jakobsdóttur.