Tix.is

Event info

Bourbon skóli Kokteilaskólans á Reykjavík Cocktail Weekend!

Komdu með okkur í andlegt ferðalag til Kentucky í Bandaríkjunum!

Við ætlum að gera þrjá bourbon kokteila saman og smakka allskonar spennandi bourbon frá Michter’s Bourbon sem er að okkar mati einn mest spennandi bourbon framleiðandi heimsins.


Við fáum til okkar hann Sören sem er topp-kokteilabarþjónn sem hefur unnið með Michter’s síðan 2014. Michter’s er rísandi bourbon framleiðandinn í Bandaríkjunum og hefur unnið helling af verðlaunum fyrir framúrskarandi vörur.

Námskeiðið verður haldið í sama stíl og í Kokteilaskólanum þar sem hver þátttakandi gerir sína eigin kokteila undir leiðsögn kokteilameistara.


Það eru aðeins 24 laus pláss.

Við hlökkum til að taka á móti ykkur!
Ivan & Sören