Kíktu í afmæli Ukulella
Ukulellur fagna 5 ára afmæli hljómsveitarinnar með tvennum tónleikum í Þjóðleikhúskjallaranum í október.
Ef Ukulellur væru hjónaband væru þær núna að fagna trébrúðkaupi. En Ukulellur eru ekki hjónaband, þær eru syngjandi og spilandi lesbíuband og verða algjörlega ótimbraðar á þessum tónleikum.
En þær ætla nú samt að syngja um hjónabönd og öskuhauga, lessuböll og skápaferðir, heitar lessur og heillandi handverkfæri, gamlar og nýjar kærustur,
Texta sem sum hafa heyrt áður en líka splunkunýja texta, enda eru Ukulellur í sífelldri endurnýjun, þær staðna hvorki né tréna.