Miðvikudaginn 26. apríl nk. kl. 9:00- 15:00 verður málþing SES á Íslandi haldið á Nauthól. Viðfangsefni málþingsins er nýjasta innlenda og erlenda þekking og rannsóknir um áhrif skilnaðar á fjölskyldur og stafræna vettvang Samvinnu eftir skilnað- barnanna vegna (www.samvinnaeftirskilnad.is) á Íslandi. Ásamt því verður SES fyrir alla fjölskylduna loksins kynnt til sögunnar. Málþingið er ætlað fagfólki sem starfar á sviði barna- og fjölskyldumála.
Takið daginn frá og tryggið ykkur miða!
Fram koma meðal annars Gyða Hjartardóttir umsjónar- og ábyrgðaraðili SES á Íslandi, Dr. Sören Sander sálfræðingur, stofnandi og eigandi SES í Danmörku, Dennis Lind, sálfræðingur og yfirmaður fjölskylduhúss í Hilleröd í Danmörku með yfirgripsmikla reynslu af SES og Salvör Nordal umboðsmaður barna á Íslandi. Málþingsstjóri er Soffía Arndís Sigurðardóttir, sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum.
Málþingið er haldið í samvinnu við Mennta- og barnamálaráðuneyti, Umboðsmann barna, Samtök stjórnenda í velferðarþjónustu, Samband íslenskra sveitarfélaga, Sýslumanninn á höfuðborgarsvæðinu og SES í Danmörku.