Tix.is

Event info

10. bekkur Víðistaðaskóla hefur sett upp söngleiki frá stofnun skólans. Með hverju árinu hafa söngleikirnir orðið veglegri og metnaðarfyllri og í ár setja nemendur upp söngleikinn Syngjandi í rigningunni í íslenskri þýðingu eftir Karl Ágúst Úlfsson.

Söngleikurinn Syngjandi í rigningunni segir sögu stórleikara í Hollywoodlandi á fyrri hluta 20. aldar og fótun þeirra á miklum umrótunartímum kvikmyndaheimsins þegar þöglar kvikmyndir þróuðust i talkvikmyndir.

Leikstjórn er í höndum Níels Thibaud Girerd en tónlistarstjóri er Jóhanna Ómarsdóttir, búningahönnuður Kristín Högna Garðarsdóttir og danshöfundar Mirjam Yrsa Friðleifsdóttir og Emelía Guðbjörg Þórðardóttir.

Sviðsmynd, búningar, förðun, ljós og hljóð er allt saman í höndum krakkanna og foreldra þeirra. Verkefnið er árlegt samstarfsverkefni skólans, félagsmiðstöðvarinnar Hraunsins og foreldra og koma allir nemendur í 10. bekk á einhvern hátt að verkefninu. Metnaðurinn sem lagður er í þetta verkefni er gríðarlegur og gaman að fylgjast með íþróttahúsinu í Víðistaðaskóla breytast í lítið leikhús.