Tix.is

Event info

Allt er ömurlegt - útgáfutónleikar

Tónleikar í Breiðholtskirkju laugardaginn 11. febrúar kl. 15:15.

Flytjendur:

Dúplum dúó:

Björk Níelsdóttir söngkona og Þóra Margrét Sveinsdóttir víóluleikari.


Um efnisskrána:

Allt er ömurlegt eftir Björk Níelsdóttur

Allt er ömurlegt er ljóða og lagaflokkur sem fjallar um það hversdagslega í tilverunni. Í huga skáldsins er allt gott og ekkert skiptir máli. Á tónleikunum verður útgáfu verksins fagnað í formi ljóðabókar sem myndskreytt er af Héðni Finnssyni og stafræn upptaka á verkinu fylgir.

Dú-oh eftir Hauk Þór Harðarson

Verkið sem frumflutt verður á tónleikunum er nokkurskonar skuggamynd af ljóðaflokknum Dichterliebe eftir Robert Schumann við ljóð Christian Johann Heinrich-Heine.

Flowers of Evil eftir Part Strootmann

Dúplum dúó samdi verkið í samvinnu við tónskáldið við textabrot úr samnefndum ljóðaflokki eftir Baudelaire.Tónlistarmyndband var svo tekið upp í tómum tónleikasölum og listasöfnum í Amsterdam. Dúplum gaf út smáskífu með verkinu í desember 2020.

Um flytjendurna:

Dúplum dúó hefur starfað síðan 2017. Dúóið skipa þær Björk Níelsdóttir söngkona og Þóra Margrét Sveinsdóttir víóluleikari og starfa þær jafnt á Íslandi sem og í Hollandi. Dúplum dúó leggur áherslu á flutning nútímaljóðlistar og nútímaflutning á ljóðasöng og leitast við að draga fram það hráa og viðkvæma í tónlistinni.