Tix.is

Event info

Í tilefni af 70 ára afmæli Kórs Langholtskirkju, sem stofnaður var 23. mars árið 1953, býður kórinn til hátíðartónleika í Langholti, þar sem óratórían Messías eftir Handel verður flutt. Hún er eitt þekktasta og glæsilegasta tónverk sögunnar og jafnframt samofin sögu kórsins, sem flytur hana nú í níunda sinn ásamt kammersveit og einvala liði einsöngvara undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar.

Einsöngvarar verða þau:
Jóna G. Kolbrúnardóttir, sópran
Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, mezzósópran
Elmar Gilbertsson, tenor
Bjarni Thor Kristinsson, bassi.

Konsertmeistari er Páll Palomares.

Almennt miðaverð á tónleikana er 4.900 kr og 3.900 fyrir eldri borgara, öryrkja og
námsmenn.


Kór Langholtskirkju