Tix.is

Event info

Athugið: Uppselt er á Viðskiptaþing 2023.

Til að skrá þig á biðlista, sendu póst á vi@vi.is.


Er framtíðin orkulaus eða orkulausnir?  

Ýmsar vísbendingar eru um að Íslendingar hafi sofnað á verðinum í orkumálum en í dag er eftirspurn eftir raforku mun meiri en framboðið. Af þeim sökum verða fjölmörg góð verkefni ekki að veruleika vegna orkuskorts og hleypur kostnaður samfélagsins vegna tapaðra tækifæra á tugum milljarða króna á hverju ári. Í ofanálag hefur loftslagsráð bent á að metnaðarfull markmið stjórnvalda í loftslagsmálum séu í hættu. 

En þetta þarf ekki að vera svona. Viðskiptaráð velur framtíð orkulausna og fjallar um orkumál á Viðskiptaþingi 2023. Íslendingar eiga enn möguleika á að verða fyrsta þjóð heimsins til að segja alfarið skilið við mengandi orkugjafa og á teikniborðinu eru bæði stór og smá verkefni, nýsköpun og bætt orkunýting sem fela í sér ný tækifæri í atvinnulífinu, bætt lífsgæði og framlag til loftslagsmála.

Á þinginu mun fólk úr ýmsum áttum fjalla um hvernig ryðja má hindrunum úr vegi fyrir nýja sókn í orkumálum og varpa ljósi á áskoranir og tækifæri í rekstrarumhverfinu, þar sem orka og loftslagsmál leika mikilvægt hlutverk. Auk þess verður fjallað frá ýmsum hliðum um skýrslu Viðskiptaþings, þar sem komið er inn tengsl orkuframboðs og lífsgæða, orkuöryggi og byggðamál, samkeppnishæfni og samkeppnisstöðu á orkumarkaði og birtar verða niðurstöður könnunar meðal almennings um orkumál.

Meðal þeirra sem tala á þinginu er Dr. Paul Turner, forstjóri Hecate Wind, sem fjallar um möguleika Íslands á að nýta vindorku á hafi úti. Paul er verkfræðingur og doktor í hagfræði og hefur 25 ára reynslu úr orkugeiranum, með sérstaka áherslu á endurnýjanlega orku og markaðslausnir.

Að vanda munu Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Ari Fenger, formaður Viðskiptaráðs, flytja ávörp og Guðlaugur Þór Þórðarson, ráðherra umhverfis-, orku- og loftlagsmála svarar spurningum þingsins um stöðu og framtíð orkumála. 

Miðaverð

  • Almennt miðaverð: 28.900 kr.
  • Aðildarfélagar Viðskiptaráðs (ef 1-2 gestir): 19.900 kr.
  • Aðildarfélagar Viðskiptaráðs (ef 3+ gestir): 17.900 kr.