Tix.is

Event info

Þann 27. Nóvember, fyrsta sunnudag í aðventu, heldur Söngsveitin Fílharmónía aðventutónleika ásamt Hallveigu Rúnarsdóttur sópransöngkonu og Elísabetu Waage hörpuleikara. Á tónleikunum mun hljóma fjölbreytt aðventu- og jólatónlist frá ýmsum tímum, bæði íslensk og erlend. Meðal annars mun kórinn frumflytja nýtt verk eftir Tryggva M. Baldvinsson tónskáld. Stjórnandi kórsins er Magnús Ragnarsson.

Söngsveitin Fílharmónía er 80 manna blandaður kór og hefur verið starfandi frá árinu 1960. Hann fagnaði 60 ára afmæli sínu síðastliðið vor með frábærum flutningu á Sálumessu Verdis og hlaut lof gagnrýnenda fyrir. Kórinn hefur tekið þátt í fjölbreyttum verkefnum m.a. söng hann með hinum heimsþekkta söngvara Andrea Boccelli í Kórnum í maí 2022 og í júni s.l. tók kórinn þátt í flutningi á Krýningarmessu Mozarts í Salzburg auk þáttöku í kórakeppni þar í borg og bar þar sigur úr býtum. Á efnisskrá kórsins þetta starfsár eru auk aðventutónleikanna, hin glæsilega Jólaóratoría eftir Johan Sebastian Bach sem flutt verður 28. desember næstkomandi. Flytjendur ásamt Söngsveitinni verða einsöngvararnir Íris Björk Gunnarsdóttir, Hildigunnur Einarsdóttir, Benedikt Kristjánsson og Oddur Arnþór Jónsson. Konsertmeistari er Páll Palomares og stjórnandi er Magnús Ragnarsson.