Tix.is

Event info

Hnotubrjóturinn - Jólasýningar Dansgarðsins, Klassíska listdansskólans og Óskanda,

verða 22. nóvember kl. 16:30 og kl. 19:00.

Klassíski listdansskólinn og Óskandi taka höndum saman og setja upp sína eigin útgáfu

af hinu klassíska jólaverki, Hnotubrjótnum. Blandað er saman nútímalistdansi og

klassískum ballett. Þetta er í þriðja sinn sem Dansgarðurinn setur upp Hnotubrjótinn.

Við hlökkum til að deila með ykkur þessari fallegu sýningu sem kemur öllum í hátíðarskap.

 

Sagan um Hnotubrjótinn í útfærslu Dansgarðsins:

Hnotubrjóturinn er skemmtilegt ævintýri fullt af töfrum. Sagan hefst í jólaboði þar sem

Drosselmeyer frændi, göldróttur úra- og leikfangasmiður, kemur í heimsókn. Hann

gefur guðdóttur sinni, Klöru, hnotubrjót sem er í álögum en lifnar við eftir að Klara sigrar

músakónginn í bardaga. Klara og prinsinn fara inn í töfraheim þar sem snjókorn og

englar dansa. Næst fara þau í konungsríki úr sykri, þar sem sykurplómu konungsfólkið

tekur á móti þeim og mikil veisla er haldin í tilefni af komu þeirra. Þar dansa ýmiss konar

góðgæti eins og sykurplómur, súkkulaði, bollakökur, nammistafir, marsípan,

piparkökur og að lokum blómaprinsessur.

Dansverkið er unnið eftir sögu E.T. A. Hoffmann. Upprunalegir danshöfundar voru

Marius Petipa og Lev Ivanov. Tónlistin er eftir tónskáldið Pyotr Ilyich Tchaikovsky.

 

Nánari upplýsingar um hvað Dansgarðurinn stendur fyrir:

Dansgarðurinn samanstendur af Óskanda, Klassíska listdansskólanum, Dansi fyrir alla

og Forward Youth Company. Markmið Dansgarðsins er að:

- Bjóða upp á faglega og fjölbreytta danskennslu í klassískum ballett, nútíma- og samtímadansi og skapandi dansi.

-   Gera danskennslu og viðburði aðgengilega fyrir börn og ungt fólk.

-    Efla umræðu um sviðslistir á milli ungra áhorfenda og listamanna.

-    Sameina og styðja listamenn sem eru að vinna með dans og sviðslistir fyrir ungt fólk og alla áhorfendur.

-   Vinna með öðrum stofnunum til að svara betur samfélagsþörfum á sviði dans- og sviðslistar.