Tix.is

Event info

Fertugustu og fjórðu jólasöngvar Kórs Langholtskirkju verða haldnir í Langholtskirkju dagana 17. og 18. desember næstkomandi. Jólasöngvarnir eru ómissandi liður í hátíðahaldi margra og nú gleðst kórinn yfir því að geta aftur haldið þá án nokkurra takmarkana og boðið upp á heitt súkkulaði og piparkökur í hléi.

Fram koma Kór Langholtskirkju, Gradualekór Langholtskirkju og Graduale Nobili undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar og Sunnu Karenar Einarsdóttur. Einsöngvarar að þessu sinni verða Hildigunnur Einarsdóttir mezzósópran og „heimamaðurinn“ Andri Björn Róbertsson bassi, en auk þeirra koma fram einsöngvarar úr báðum kórum.

Hljómsveitina skipa:

Melkorka Ólafsdóttir, flauta

Matthías Birgir Nardeau, óbó

Frank Aarnink, slagverk

Richard Korn, kontrabassi


Almennt miðaverð er 4.900 kr., en 3.500 kr. fyrir öryrkja, eldri borgara og námsmenn, og 1.500 kr. fyrir 16 ára og yngri.