Tix.is

Event info

Bandaríska hljómsveitin Karate er væntanleg til Íslands og heldur tónleika í Stapa Hljómahöll þann 7. desember.

Hljómsveitin hefur ekki verið starfandi síðan árið 2005 eða í 17 ár. Í sumar kom sveitin aftur saman og fór í stutt tónleikaferðalag um Bandaríkin og Ítalíu. Nú liggur fyrir að sveitin mun halda í stutt tónleikaferðalag á ný og að þessu sinni mun hljómsveitin ferðast til Íslands og Belgíu.

Sveitina þarf vart að kynna fyrir íslensku tónlistaráhugafólki en hljómsveitin spilar tónlist sem er best lýst sem blanda af indí- og post-rokki með þónokkrum jazz-áhrifum. Sveitina skipa þeir Geoff Farina, gítarleikari og söngvari sveitarinnar, Gavin McCarthy trommuleikari og Jeff Goddard bassaleikari. Hljómsveitin var stofnuð árið 1993 en hætti árið 2005 eftir að komið fram á yfir 700 tónleikum og gefið út sex breiðskífur; plöturnar Karate (1995), In Place of Real Insight (1997), The Bed is in the Ocean (1998), Unsolved (2000), Some Boots (2002) og Pockets (2004). Þá gaf sveitin út tónleikaplötu sem ber heitið 595 en heiti plötunnar er tilkomið af því platan innheldur 595. tónleika sveitarinnar.

Karate kemur fram í Stapa í Hljómahöll þann 7. desember. Húsið opnar kl. 19:00 og hefjast tónleikar kl. 20:00. 


Rútuferðir á milli Reykjavíkur og Hljómahallar

Í miðakaupaferlinu býðst tónleikagestum að kaupa rútuferð sem fer á milli Reykjavíkur og Hljómahallar.

Rútan fer frá bílaplaninu hjá N1 Hringbraut (Hringbraut 12, 101 Reykjavík) til Hljómahallar kl. 18:30 og fer aftur til Reykjavíkur um leið og tónleikunum lýkur. Rúturnar eru merktar BUS4U.

Miðaverð fyrir báðar ferðir er 3.000 kr. á mann.