Tix.is

Event info

Dagskrá kvöldsins:
19.30     Húsið opnar
20.00    Björn Bragi og Hugleikur
20.15     Doug Stanhope
22.00    Áætluð lok

Bandaríski uppistandarinn, leikarinn og rithöfundurinn Doug Stanhope kemur fram á lokasýningu Reykjavík Comedy Festival þann 30. október í Háskólabíói. Uppistand Dougs er mjög fjölbreytt og fjallar um allt frá lífsreynslusögum um grafískar perversjónir til ofsafenginnar samfélagsrýni. Doug er óheflaður, með sterkar skoðanir, grimmilega hreinskilinn, gersamlega hömlulaus og alls, alls ekki allra! Hann hóf ferilinn í Las Vegas þar sem hann sagði dónabrandara til að fá fría drykki. Síðan hefur svo sem ekki mikið breyst, nema kannski hárið ...

Doug hefur víða drepið niður fæti, meðal annars í vafasömum sjónvarpsþáttum. Hann sá umThe Man Show og Girls Gone Wild á Comedy Central Central, hefur komið fram hjá Howard Stern, í Comedy Central Presents, Premium Blend, Late Friday á NBC, Spy TV og Floor Show Live á BBC. Hann skrifaði og lék í Invasion of the Hidden Cameras á Fox og hefur jafnvel stungið nefinu inn í Fox News með Gretu Van Sustern og heimsótt Jerry Springer. Árið 2010 var hann "Rödd Bandaríkjanna" í þættinum Charlie Brooker's Newswipe á BBC.

Ekkert af ofantöldu jafnast þó á við að sjá hann koma fram á sviði; Doug hefur tvisvar hlotið titilinn Besti uppistandari ársins hjá Time Out í New York. Hann hefur jafnframt komið fram á ótal uppistandshátíðum um allan heim, þar á meðal Montreal Just For Laughs, Aspen US Comedy Arts, Chicago Comedy Festival og Edinburgh Festival Fringe Scotland. Hann hefur einnig verið valinn einn af tíu efnilegustu grínistum heims af tímaritunum Variety ogHollywood Reporter.

Það er því nokkuð ljóst að það verður engin lognmolla á í Háskólabíói 30. október þegar Doug Stanhope lýkur Evróputúr sínum hér á landi og lokar í leiðinni RCF 2015.

Björn Bragi og Hugleikur Dagsson hita upp. Örfáir miðar eftir!