Tix.is

Event info

Fríða Dís gaf nýverið út plötuna Lipstick On og ætlar að því tilefni að blása til útgáfutónleika í Bergi Hljómahöll þann 20. október næstkomandi.

Platan, sem hefur að geyma poppskotið rokk, hefur fengið gríðarlega góðar undirtektir, „virkilega vel heppnað verk. Með því betra sem ég hef heyrt á þessu ári.“ - Arnar Eggert Thoroddsen, tónlistargagnrýnandi.

Búast má við sannkallaðri veislu á sviðinu þar sem Fríða Dís leikur á bassa og syngur en henni til halds og traust verða Smári Guðmundsson á gítar, Halldór Lárusson á trommum, Stefán Örn Gunnlaugsson á hljómborð, Soffía Björg Óðinsdóttir syngur og spilar á gítar, Hallbjörn Valgeir Rúnarsson (Halli Valli) þenur raddböndin, Viktor Atli Gunnarsson spilar einnig á gítar og María Rún Baldursdóttir syngur raddir.

Tónlistarkonan Fríd sér um að hita gesti upp.