Tix.is

Event info

Kæri áhorfandi, fáðu þér sæti á fremsta bekk og vertu vitni að hinum stórkostlega matreiðsluþætti, Hvað ef sósan klikkar? Þar sem hin stórglæsilega Gunnella Hólmarsdóttir ætlar að matreiða fyrir okkur í beinni útsendingu, þar sem allt getur gerst! En hvernig er þessi matreiðsluþáttur frábrugðin öðrum? Í þessum þætti þarf Gunnella að stýra upptöku, skemmta áhorfendum, sjá um auglýsingar (spons) og elda allan matinn frá grunni og það með klukkuna tifandi yfir sér. Nær hún að höndla hitann? Eða þarf hún að fara úr eldhúsinu?

ATH: Valhnetur eru notaðar í verkinu.
12 ára aldurstakmark.

Gunnella Hólmarsdóttir fæddist á Akranesi 21. Maí 1982. Hún byrjaði ung að tjá sig með dansi sem síðar leiddi hana til Kaupmannahafnar þar sem hún lauk við BA í leiklist og starfar í dag þvert á miðla. Fólk fætt á þessum degi er undir stjörnu nautsins sem þýðir að hún býr yfir miklu úthaldi, elskar af öllu hjarta og miðar alltaf beint í mark, “bulls eye!”

Mið 24.8 kl 21: Q&A með Sigríði Eir Zophoníasardóttur

//

Dear viewer, take a seat in the front row and witness the amazing cook show, What if you mess up the sauce? Where the gorgeous Gunnella Hólmarsdóttir is going to cook for us live, and just about anything can happen! But how does this cook show differ from others? In this episode, Gunnella has to direct and record, entertain the audience, do the advertising (sponsors) and cook the food from scratch, while the clock is ticking. Can she handle the heat or does she have to leave the kitchen?

NOTE: Walnuts are used in the piece.
12 year age limit.

The environmentally friendly and real-life multidisciplinary artist Gunnella Hólmarsdóttir was born in Akranes May 21st 1982. At a young age she started to express her creativity through dance which led her to Copenhagen, where she did her BA in acting. People born on May 21st have the astrological sign of Taurus which means she always aims for the centre of the target, “bulls eye!”

Wed 24.8 / 21:00: Q&A with Sigríður Eir Zophoníasardóttir

//

Aðstandendur/Participants: Gunnella Hólmarsdóttir, leikari. Andrés Þór Þorvarðarson, tónlistarstjórn og tónskáld.

Þakkir/Thanks: Sérstakar þakkir fær amma mín, Gunnella Jóhannsdóttir fyrir að vera minn innblástur. Fyrir traust hennar til mín og alla hennar ást. Mentorarnir mínir Sigríður Eir Zophoníasardóttir og Kristinn Guðmundsson. Frábæru sam nemendur mínir og kennarar í LHÍ. Hörður Ásbjörnsson fyrir fallegar myndir og mamma mín, Lovísa Norðfjörð fyrir hennar stuðning. Kristín Garðarsdóttir bjargvættur fyrir aðstoð við búninga. Valdimar Jóhannsson fyrir alla þína ómissandi hjálp. Andrés minn fyrir tónlistina og góða strauma. Eðvarð Atli Birgisson fyrir stórkostlega graffíska hönnun, hvattningu, huggun og alla þína ást. Að lokum takk elsku börnin mín!