Tix.is

Event info
Hvað getum við gert betur fyrir þau sem missa ástvin skyndilega? 

Ráðstefnan er fyrir syrgjendur, aðstandendur og alla þá fagaðila sem vinna að velferð þeirra. Við hvetjum heilbrigðisstarfsfólk, viðbragðsaðila, sálgæsluaðila, mannauðsstjóra og stjórnendur sérstaklega til að skrá sig.

Skyndilegur missir snertir marga og verður hér fjallað um hann frá mismunandi sjónarhornum: Af vettvangi, á vinnustöðum, frá sjónarhóli aðstandanda og í pallborðsumræðum verður þeirri spurning velt upp – hvernig gerum við betur fyrir syrgjendur sem missa skyndilega?

Ráðstefnan verður haldin 31. ágúst næstkomandi kl. 13-16 í sal deCODE, Sturlugötu 8, ásamt því að vera streymt. Hlekkur verður sendur á alla sem skráðir eru á ráðstefnuna.

Freyr Eyjólfsson er fundarstjóri.

Ef hagnaður verður af ráðstefnunni verður honum ráðstafað til að styðja við fólk sem missir skyndilega.


Dagskrá:

12:30 - 13:00
Skráning og afhending ráðstefnugagna

13:00 - 13:10
Setning ráðstefnu
Alma Möller landlæknir og verndari Sorgarmiðstöðvar

13:10 - 13:25
Sorgarorlof - tilurð og hagnýtar upplýsingar
Guðmundur Ingi Guðbrandsson Félags- og vinnumarkaðsráðherra

13:25 - 13:40
Tölur og staðreyndir
Anton Örn Karlsson deildarstjóri hjá Hagstofunni

13:40 - 13:55
Á vettvangi skyndilegs andláts
Stefnir Snorrason varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins

13:55 - 14:15
Kaffihlé

14:15 – 14.35
Sálræn fyrsta hjálp
Álfheiður Svana Kristjánsdóttir og Elfa Dögg Leifsdóttir verkefnastjórar hjá Rauða krossinum

14:35 - 14:50
Viðbragðsáætlun á vinnustað
Inga Berg Gísladóttir verkefnastjóri hjá Embætti landlæknis

14:50 - 15:05
Reynsla af skyndilegum missi
Kolbeinn Elí Pétusson aðstandandi

15:05 - 15:20
Hjálp48 verkefnið
Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir fagstjóri Sorgarmiðstöðvar

15:25 - 16:00
Pallborðsumræður

16:00
Ráðstefnuslit