Tix.is

Event info

English below


Björn Steinar Sólbergsson, organisti í Hallgrímskirkju ásamt Cantores Islandiæ og karlaröddum úr Kór Hallgrímskirkju undir stjórn Ágústs Inga Ágústssonar koma fram á lokatónleikum Orgelsumars í Hallgrímskirkju 2022 og flytja tónlist undir yfirskriftinn Orgel & Gregorsöngur eftir Duruflé, Pál Ísólfsson, Franck og Tourmermire á lokatónleikum Orgelsumars í Hallgrímskirkju.

Björn Steinar Sólbergsson er organisti og tónlistarstjóri Hallgrímskirkju í Reykjavík. Hann er einnig skólastjóri Tónskóla Þjóðkirkjunnar þar sem hann kennir jafnframt orgelleik.

Björn Steinar stundaði tónlistarnám við Tónlistarskólann á Akranesi og í Tónskóla þjóðkirkjunnar í Reykjavík. Meðal kennara hans þar voru Haukur Guðlaugsson og Fríða Lárusdóttir. Framhaldsnám stundaði hann á Ítalíu hjá James E. Göettsche og í Frakklandi við Conservatoire National de Region de Rueil Malmaison hjá Susan Landale þar sem hann útskrifaðist með einleikarapróf í orgelleik (Prix de virtuosité) árið 1986.

Hann starfaði sem organisti við Akureyrarkirkju í 20 ár þar sem hann vann að uppbyggingu tónlistarstarfs við kirkjuna.

Björn Steinar hefur haldið fjölda einleikstónleika hér heima, á öllum norðurlöndunum, í Evrópu og norður-Ameríku. Hann hefur leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, Sinfóníuhljómsveit Stavanger og The Cleveland Institute of Music Orchestra.

Hann hefur hljóðritað fyrir útvarp og sjónvarp og á geislaplötur, m.a. öll orgelverk Páls Ísólfssonar hjá Skálholtsútgáfunni og orgelkonsert Jóns Leifs hjá útgáfufyrirtækinu BIS sem hlaut einróma lof gagnrýnenda.

Björn Steinar hlaut Menningarverðlaun DV 1999, Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2001 og var valinn bæjarlistamaður Akureyrar 2002. Listamannalaun 1999 og 2015.

Sönghópurinn Cantores Islandiae var stofnaður í Reykjavík haustið 2018 af Ágústi Inga Ágústssyni og Gísla Jóhanni Grétarssyni. Hópurinn leggur áherslu á gregorssöng í verkefnavali sínu en einskorðar sig þó ekki við hann. Stjórnandi kórsins er Ágúst Ingi, en hann hefur lagt stund á gregorssöng um nokkurt skeið. Ágúst Ingi starfaði sem organisti hjá kaþólsku kirkjunni í Hafnarfirði 1993-2000 og var stjórnandi gregorskórsins Cantores Iutlandiae í Danmörku árin 2011-2017.


---


At the final concert of the Organsummer in Hallgrímskirkja this summer Björn Steinar Sólbergsson, organist at Hallgrímskirkja, Reykjavík performs with Cantores Islandiæ and male voices from The Hallgrímskirkja Choir conducted by Ágúst Ingi Ágústsson. The program Organ & Gregorian chant includes pieces by Duruflé, Páll Ísólfsson, Franck and Tournermire.

 
Björn Steinar Sólbergsson, organist and music-director of Hallgrímskirkja - Reykjavík was born in Akranes, western Iceland in 1961. In 1981 he completed his studies at the National Church School of Music, majoring the organ, before studying for a year in Rome with James E. Goëttsche. Björn Steinar then moved to France where he studied with Susan Landale at the Conservatoire National de Musique de Rueil Malmaison and received the Prix de Virtuosité in summer of 1986.

The same year he was appointeded organist in Akureyri Church, north Iceland, where he became very active in the musiclife of Akureyri.

In atumn 2006 he was appointed organist in Hallgrímschurch in Reykjavík. He is also headmaster of the National Church School of Music in Reykjavík.

Björn Steinar plays organ-music from all periods as well as Icelandic organ- music and arrangements of Scandinavican folk-songs and dances.

His recordings of organ and choirmusic have been released on several CD´s and broadcasted on Icelandic State Radio and TV.

He received the DV- Cultural-prize for the year 1999, Icelandic Optimism-prize in 2001 and he is The Akureyri Artist of the year 2002. Artist honorar salary in 1999 and 2015.

Björn Steinar has given concerts all over Europe, in USA, Canada and all Scandinavian countries and performed as a soloist with the Icelandic Symphony Orchestra, the Akureyri Chamber Orchestra, Stavanger Symphony orchestra and the Cleveland Institute of Music Orchestra.

The singing group Cantores Islandiae was founded in Reykjavík in the fall of 2018 by Ágúst Ingi Ágústsson and Gísli Jóhann Grétarsson. In their project selection the group emphasizes on but is not limited to performing Gregorian chant. Ágúst Ingi worked as an organist at the Catholic Church in Hafnarfjörður 1993-2000 and was the conductor of the Gregorian choir Cantores Iutlandiae in Denmark from 2011-2017.