Tix.is

Event info

Unnur Sara gaf út sína fyrstu plötu í mars og nú er kominn tími til að fagna útgáfunni!

Útgáfutónleikarnir verða haldnir fimmtudagskvöldið 10. september á Húrra.

Hin ótrúlega dj. flugvél og geimskip mun hefja kvöldið á töfrandi tónum.

dj. flugvél og geimskip á youtube

Unnur Sara er ung og upprennandi íslensk tónlistarkona sem nýverið gaf út sína fyrstu breiðskífu. Platan er persónuleg og innileg - tónlistin og textarnir bera keim þess að umfjöllunarefnin eru Unni Söru hjartfólgin. Platan ber því einfaldlega nafn tónlistarkonunnar sjálfrar - Unnur Sara.

Þó Unnur fari sínar eigin leiðir gætir ýmissa áhrifa í tónlist hennar. Greina má áhrif Nashville kántrítónlistar í anda Dolly Parton í lögum eins og ,,Að gleyma sér” á meðan lágstemmdari lög eins og ,,Minningin” leiða hugann að lagasmíðum Joni Mitchell. Stöku hljóðgervlar og hammond orgel gefa tónlistinni tilraunakenndan blæ sem tóna vel við hefðbundið dægurlagaform laganna. Tónlistin er vel bundin inn, með eftirminnilegum viðlögum og laglínum sem sitja með hlustanda lengi eftir fyrstu hlustun.

Hér má heyra sýnishorn af plötunni:

Hljómsveitina skipa:
Daníel Helgason, gítar
Baldur Kristjánsson, bassi
Halldór Eldjárn, trommur
Kristján Eldjárn, synthar

Aðgangseyrir: 1500 kr
Aðgangseyrir + geisladiskur: 2500 kr