Tix.is

Event info

[English below]

Hvernig lifir maður í heimi sem vill ekki sjá nema lítinn hluta af því sem maður er?

THEM er einlæg kómedía um sársaukann sem fylgir því að passa ekki inn, spennuna við að uppgötva sitt eigið afl, skömmina við að nota það rangt og sorgina yfir því að geta ekki grátið.

THEM er verk um karla að díla við eitraða karlmennsku og konur að díla við karla - og öll að reyna bara að fá að vera… bara vera!

Fjórar konur frá Íslandi og Finnlandi kafa ofan í heim karla og segja sögur af ást, stolti, föðurhlutverkinu og óttanum við að vera öðrum byrði.

Með því að heimsækja líf annarra leitast leikkonurnar við það að skilja sína eigin stöðu í heimi sem ekki er hannaður fyrir þær.
Áhorfendur munu hitta fyrir karlmenn að berjast við að vera berskjaldaðir - og að uppgötva hvers vegna það er þeim nauðsynlegt.

Hætta á váhrifum (trigger warning): eftirfarandi er fjallað um í sýningunni: Kvenfyrirlitning, ofbeldi, kynferðisofbeldi, hinsegin fordómar

THEM er físískt heimildaleikhús sem frumsýnt var í Tjarnarbíói í júní 2022 og sýnt á Rvk Fringe hátíðinni fyrir fullum sal áhorfenda. Hópurinn hefur ferðast með hana til Svíþjóðar og Bretlands en nú snýr hún aftur í Tjarnarbíó, aðeins í tvö kvöld.

Þessi sýning er tileinkuð öllum semhefur verið sagt að haga sér eins og karlmaður
Frá áhorfendum sýningarinnar:
„Ég sá pabba minn og bræður mína þarna á sviðinu ljóslifandi - og ég bara hló og grét”

„Þetta var… blíðlega gert”

„Ég bjóst við því að ég væri að fara að sjá sýningu sem myndi fylla mig skömm yfir því að vera karlmaður en sú varð alls ekki raunin. Í staðinn sá ég sjálfan mig í nánast öllum karakterunum og fylltist samkennd.”

“We hear stories of men who are unable to cry at the death of a son, hiding away alone in a parked car to shed silent tears; men who find it impossible to show love to their daughters in any way other than offering to fix their cars or do their DIY; and men whose only currency in matters of love is money. - Total Theatre Magazine

“It is a pleasure to see a young company with such consummate ‘total theatre’ skills” - Total Theatre Magazine

Leikstjóri og sviðshreyfingar: Unnur Elísabet Gunnarsdóttir
Leikkonur (og listrænir stjórnendur Spindrift): Bergdís Júlía Jóhannsdóttir, Tinna Þorvalds Önnudóttir, Marjo Lahti og Anna Korolainen Crevier
Tónskáld: Ragnheiður Erla Björnsdóttir
Sviðsmynda- og búningahönnuður: Sara Blöndal
Dramatúrg: Auður Bergdís
Ljósahönnuður og tæknimanneskja: Juliette Louste
Framleiðandi: Nanna Gunnarsdóttir

Fyndið - heimildaverk - ádeila

Spindrift Theatre er finnsk - íslenskur leikhópur, stofnaður árið 2013 og samanstendur af sjö sviðslistakonum. Hópurinn starfar í báðum löndum og hefur sýnt sýningar sínar á Íslandi, Finnlandi, Svíþjóð, Danmörku og Bretlandi. Meira um hópinn má finna á www.spindrift.team

//

How can you live, when a huge part of you is repressed?

THEM presents the pain of not fitting in, the thrill in finding your strength, the shame of misusing it and the sorrow of not knowing how to cry. It is a performance about men dealing with toxic masculinity and women dealing with men – everyone trying to have the right to be, just be.

Four women from Iceland and Finland dive into the world of men and share their stories about love, fathers, sexuality, pride and the fear of being a burden. By visiting someone else’s life, the actresses try to understand their own condition living in a world that’s not designed for them.

The audience will experience men fighting against being vulnerable and finding out why they need to be.

THEM is a physical documentary theatre premiere in Tjarnarbíó in June 2022 and performed at RVK Fringe Festival to a full house. The company has travelled with the performance to Sweden and the UK but returns to Tjarnarbíó, for two nights only.

This performance is dedicated to everyone who have been toldto act like a man
“True - artistic - beautiful” - young audience member

“(...) brought to us with love not judgement.” - Total Theatre UK

“Magnificent show that lets us hear the often silent group of masculinity as well as the toxic. Very well thought through and great actresses.” - audience member

Director and choreographer: Unnur Elísabet Gunnarsdóttir
Actresses (and artistic directors of Spindrift): Bergdís Júlía Jóhannsdóttir, Tinna Þorvalds Önnudóttir, Marjo Lahti og Anna Korolainen Crevier
Composer: Ragnheiður Erla Björnsdóttir
Set and costume design: Sara Blöndal
Dramaturge: Auður Bergdís
Light designer and technician: Juliette Louste
Producer: Nanna Gunnarsdóttir

Funny - documentary - norm criticizing