Tix.is

Event info

Stórskemmtileg eins manns sirkussýning fyrir yngri áhorfendur, sérstaklega ætluðum börnum á aldrinum 3 til 6 ára. Sirkuslistamaðurinn Daníel notar allskonar hefðbundin og óhefðbundin áhöld til þess að djöggla, m.a. bolta, kubba og sápukúlur. Með djöggli, leik og spjalli við brúðuna ömmu gömlu leiðir Daníel áhorfendur í gegnum það hversu mikilvægt það sé að gera mistök því þau eru partur af því að læra.

Að lokinni sýningu verður haldin frjáls sirkussmiðja þar sem börnin og fylgifiskar þeirra kynnast sirkusáhöldum á borð við djögglbolta, húllahringi, snúningspoi og fleira. Smiðjan er opin öllum en sérstaklega miðuð að yngstu þátttakendunum.

Sirkussýningin Mikilvæg mistök er hluti af Flipp Festival - sirkushátíð Hringleiks, sem haldin er í fyrsta sinn 25. og 26. júní.

Flipp Festival er styrkt af Barnamenningarsjóð, Reykjavíkurborg og Nordisk Kultur Fund.

Viðburðurinn er haldinn í samstarfi við Elliðaárstöð.


Sýningin hlaut stuðning Launasjóðs listamanna.