Tix.is

Event info

Þann 20. maí næstkomandi verðum við loksins með tónleika í Guðríðarkirkju, til að loka þessum langa vetri og bjóða sumarið velkomið með fjölbreyttum, skemmtilegum og krefjandi útsetningum. Það er óhætt að segja að þetta verði sannkölluð tónlistarveisla, en lög kvöldsins koma úr öllum áttum; frá Rammstein til Spice Girls, og allskonar þar á milli. Lögin eiga það þó sameiginlegt að gleðja kórinn, og við vonum að þau muni gleðja áhorfendur jafn mikið. Hlökkum til að sjá ykkur!