Tix.is

Event info

Einn af okkar virtustu rithöfundum og rómuðustu sagnamönnum Einar Kárason mun stíga á stokk á Söguloftinu í Landnássetrinu í Borgarnesi og flytja GRETTISSÖGU.

Einar er sá listamaður sem hefur verið með flestar frunsýningar í Landnámssetrinu, en mörgum er í fersku minni frábær flutningur hans á Skáldinu Sturlu og Óvinafagnaði. Hann er fyrir vikið orðinn jafn virtur sem sögumaður og rithöfundur. Nú ætlar hann að segja okkur eina vinsælustu Íslendingasöguna, söguna um ógæfumanninn Grettir Ásmundsson.