Tix.is

Event info
Kotmót hefur verið haldið árlega um Verslunarmannahelgina í meira en 70 ár og þangað sækja árlega yfir 1500 manns.

Boðið er upp á þrjá gistimöguleika á svæðinu:

Skálinn

Skálinn er í hjarta Kotmóts svæðisins. Í Skálanum er boðið upp á að bóka heil koju herbergi sem eru 4 eða 6 manna.

Einnig er hægt að bóka gistingu í stök rúmstæði í karla og kvenna herbergjum. Hreinlætisaðstaða er sameiginleg. Eingöngu er hægt að bóka fyrir alla helgina en ekki stakar nætur. Rúmföt, sængur og koddar eru á staðnum en gestir sjá sjálfir um að setja rúmfötin á.

Gisting í svefnpokaplássi í kirkjunni í Kirkjulækjarkoti

Kirkjan á staðnum er í 250 metra fjarlægð frá Örkinni þar sem megnið af dagskrá Kotmóts fer fram. Þar er boðið upp á svefnpokapláss í kynjaskiptum svefnsölum. Takmarkað framboð er í boði og eingöngu er hægt að bóka fyrir alla helgina en ekki stakar nætur.

Tjaldstæði

Góð tjaldstæði eru á mótssvæðinu og hægt er að greiða fyrir tjaldstæði hér á síðunni eða þegar á staðinn er komið. Eingöngu er hægt að greiða fyrir rafmagn á staðnum og gildir þá reglan, fyrstir koma fyrstir fá.