Söngkeppni framhaldsskólanna fer fram í Íþróttahöllinni á Húsavík sunnudaginn 3. apríl kl. 19.45. Þetta er í 32. skipti sem keppnin fer fram og munu keppendur frá 23 skólum stíga á svið auk skemmtiatriða. Keppnin verður auk þess send út í beinni útsendingu á RÚV.
Dómnefnd keppninnar skipa þau Oddur Bjarni Þorkelsson, prestur og Ljótur hálfviti, Greta Salóme, söngkona, fiðluleikari og Eurovision fari, og Stefán Jakobsson, söngvari hljómsveitarinnar Dimmu og fyrrum keppandi í keppninni.