Tix.is

Event info

Að nóttu til er gullfiskabúðareigandinn Pétur að undirbúa það að láta sig hverfa með peningafúlgu sem mögulega er illa fengin. Hann reynir að flýta sér en er stöðugt truflaður af sonum sínum sem birtast heima hjá pabba án þess að þeirra sé vænst eða óskað. Lausaleiksdrós, tengdadætur og tengdasonur bætast við og það er ekki beint að hjálpa upp á plan Péturs Aðalsteinssonar í Gullfiskum. Yfirreddarinn Tommi þvælist svo um fyrir öllum svo að liggur við stórslysum.

Leikverkið er sígildur farsi sem kitlar hláturtaugarnar. Hurðum er skellt, misskilningur á sér stað, handalögmál, grátbroslega atvik í bland við sprenghlægileg eins og eiga að prýða góðan farsa.

Leikstjóri er Selfyssingurinn Ólafur Jens Sigurðsson.