Tix.is

Event info

Framvísa þarf neikvæðu hraðprófi og grímuskylda er á viðburðinum. 

Mótettukórinn heldur hina hefðbundnu jólatónleika sína í Fríkirkjunni í Reykjavík í ár. Á efnisskránni verða uppáhaldsjólalög kórsins frá ýmsum tímum, meðal annars Betlehemsstjarnan eftir Áskel Jónsson, María fer um fjallaveg eftir Eccard, Guðs kristni í heimi, Hin fegursta rósin er fundin, Wexford Carol, Einu sinni í ættborg Davíðs, Jólagjöfin eftir Hörð Áskelsson, O magnum mysterium eftir Lauridsen og Ó, helga nótt eftir Adam. Einsöngvari er Þórgunnur Anna Örnólfsdóttir sem hefur vakið mikla athygli fyrir söng sinn undanfarið en hún útskrifaðist með láði frá Konunglega tónlistarháskólanum í Kaupmannahöfn í sumar og er fyrrverandi kórfélagi í Mótettukórnum. Orgelleikari er Lára Bryndís Eggertsdóttir og stjórnandi Hörður Áskelsson. Mótettukórinn mun að vanda leggja mikið í jólalega umgjörð tónleikanna og lofa má fallegri jólastemningu í Fríkirkjunni sem hefur mjög góðan hljómburð og er mjög skemmtilega staðsett við Tjörnina í Reykjavík.


FLYTJENDUR:

Mótettukórinn, 

Þórgunnur Anna Örnólfsdóttir, 

Lára Bryndís Eggertsdóttir orgel.

Stjórnandi: Hörður Áskelsson


www.listvinafelag.is

www.motettukor.is