Tix.is

Event info

Þessum viðburði hefur verið frestað og mun ný dagsetning vera tilkynnt fljótlega. 

Konukvöld Konubókastofu - Leyndardómur yndisþokkans

''Þó ég eigi það á hættu að vera kölluð gamaldags og íhaldssöm vil ég samt vara ungu stúlkna við íþróttum'' er texti sem hægt er að finna í bók skrifuð af íslenskri konu árið 1940. Sú bók heitir 'Leyndardómur yndisþokkans' og fjallar m.a. um allskonar ráðleggingar til kvenna sem eiga sem betur fer ekki við í dag. Hægt er að finna þessa stórskemmtilegu og áhugaverðu bók á Konubókastofu, safn sem varðveitir ritverk eftir íslenskar konur.

Til að heiðra öll þau ritverk sem safnið hefur fengið til sín, nú yfir um 6.000 talsins, langar okkur hjá Konubókastofu að halda huggulega og skemmtilega kvöldstund sem er þá sérstaklega sérsniðin að yngri konum landsins, en þær eru jú framtíð íslenskra kvenna.

Til þess að gera þetta kvöld eins skemmtilegt og hægt er höfum við fengið til liðs með okkur Evu og Sylvíu úr Norminu, Sæbjörgu söngkonu, Þórdísi og Fríðu úr Svikaskáldum, Blush kynlífstækjaverslun og Hörpu Rún skáld.

Fordrykkir, gjafapokar og léttar veitingar er innifalið í verðinu.

Takmarkaður fjöldi miða er í boði.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Allur er varinn góður, við mælum þess vegna með því að gestir gæti að persónulegum sóttvörnum t.d:

  • Beri grímu
  • Taki skyndipróf áður en þær mæta á viðburðinn
  • Ef svo skildi kynna að það þyrfti að fella viðburðinn niður vegna covid-19 mun TIX sjá til þess að senda út tilkynningu og sjá um endurgreiðslu á miðum.