Tix.is

Event info

Þriggja rétta kvöldverður og hugljúf kvöldstund með Sycamore Tree sem mun sjá um tónlistina á þessari notalegu kvöldstund í veislusal Sjálands.

Dúettinn hefur unnið sig inn í hug og hjörtu landsmanna á síðustu árum og lög af síðastu plötum dúettsins “ Western Sessions “ og “ Winter Songs “ sem komu út núna árinu hafa klifið toppa vinsældarlista landsins eins og mörg lög af þeirra fyrri verkum hafa einnig gert.

Það er sannarlega við hæfi að þau Ágústa Eva Erlendsdóttir og Gunni Hilmarsson komi aftur í heimsókn í Sjáland. Með þeim verður Þorleifur Gaukur Davíðsson á munnhörpu og Pedal Steel Gítar. Þau munu spila lög af fyrri verkum ásamt efni af næstu breiðskífu þeirra sem kemur út á næsta ári. Dúettinn hefur unnið sér stall sem ein besta tónleikasveit landsins og kvöldstund með þeim er ósvikin gæðastund.

Sérréttaseðill Sjálands

Kremuð humarsúpa

Leturhumar, úthafsrækjur, súrdeigsbrauð

Grilluð nautalund & greni

Marineraðir sveppir, piparrót, lauksulta, stökk smælki

Súkkulaði Brownie

Ristuð hvít súkkulaðimús, toffee, krækiber, jógúrtís

Hægt verður að panta vínpörun til að fullkomna upplifunina.