Tix.is

Event info

Dagskrá – Stafræn framtíð

12:30 - Húsið opnar 

Anna Steinsen stýrir deginum 

Formaður Vertonet opnar daginn

Sesselia Birgisdóttir, forstöðumaður nýsköpunar og markaðsmála Haga

Áskoranir í stafrænni umbreytingu eru ekki einungis tæknilegar. Þær hafa heilmikil áhrif á fólk. Fullt af tækifærum skapast við stafræna umbreytingu. Mörg ný störf verða til sem skapa tækifæri fyrir konur. Á sama tíma hverfa störf vegna nýjunga í tækni eða verklagi.  

Stafrænt Ísland – Vigdís Jóhannsdóttir markaðsstjóri Stafræns Íslands

Á hvaða vegferð er Ísland þegar kemur að stafrænni umbreytingu? Vigdís mun fjalla um áskoranir og tækifæri sem liggja í þessu umfangsmiklu verkefni, að umbylta þjónustu ríkisins.  

Hvernig er að vinna hjá Twitter? – Svana Ingólfsdóttir 

Svana hefur fetað spennandi slóðir á starfsferli sínum og m.a. komið við hjá Spotify og Ticketmaster áður en hún hóf störf sem Senior Product Manager hjá Twitter. Svana ætlar að segja okkur frá þesari vegferð og áskorunum sem hún hefur tekist á við.

Kaffihlé 

Tré lífsins- Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, CEO og eigandi

Frumkvöðull deilir sögu af nýsköpun

Kyndilberar könnunar um stöðu kvenna í upplýsingatækni mun fara yfir fæðingu hennar.  

Hver er staða kvenna í upplýsingatækni á Íslandi?  Arndís Eva ráðgjafi hjá Intellecta ehf. 

Farið verður yfir niðurstöður könnunar sem Intellecta gerði í samstarfi við Vertonet um stöðu kvenna í upplýsingatækni á Íslandi. Hver hefur þróunin verið meðal kvenna í upplýsingatæknistörfum á Íslandi? Hver er upplifun kvenna af störfum í upplýsingatækni og hvernig getum við hvatt fleiri konur til þess að starfa í geiranum?  

Hvað viltu verða? Ráðningar kvenna í upplýsingatækni Ráðgjafi frá Intellecta

Ráðgjafar Intellecta fara yfir ferli ráðninga í upplýsingatæknistörfum, hvað ber að hafa í huga þegar að sótt er um starf og þegar að störf eru auglýst til kvenna í UT.

Viðurkenning – Hvatningarverðlaun afhent 

16:30 -19:00 - Teygjum á tengslanetinu 

Léttar veitingar í lok dags.