Tix.is

Event info

Ath. Tónleikunum hefur verið frestað til 19.-21. maí vegna samkomutakmarkana.

Hljómsveitin Nýdönsk heldur sína árlegu tónleika í Bæjarbíói í janúarbyrjun en þetta er orðin hefð eftir vel heppnaða tónleika síðustu árin. Nýdönsk er í fantaformi enda nýkomin úr kosningaham þar sem framsækin kosningabarátta hljómsveitarinnar vakti athygli langt út fyrir landsteinana. Hljómsveitin mun flytja sín þekktustu og skemmtilegustu lög á tónleikunum.


Meðlimir sveitarinnar eru: Björn Jr. Friðbjörnsson, Daníel Ágúst Haraldsson, Jón Ólafsson, Ólafur Hólm og Stefán Hjörleifsson. Þeim til aðstoðar að vanda verður Ingi Skúlason bassaleikari og sérstakur gestur verður gítarleikarinn Guðmundur Pétursson.