Tix.is

Event info

ÚTÓN, STEF, TÓNLISTARBORGIN REYKJAVÍK, SÍK, KMÍ og RIFF kynna Tónabíó, málþing um tónlist í kvikmyndum í Norræna Húsinu, þar sem framkvæmd tónsetninga á þáttum og kvikmyndum verður í fókus, þar sem sífellt stærri verkefni eru nú framleidd héðan. 

Margir af helstu sérfræðingum heims koma hingað til lands til að ræða við íslenska fagaðila í tónlist og kvikmyndum til að kynna bestu vinnubrögð tónsetningar, allt frá því hvernig svona verkefni eru bókuð, hvað ber að hafa í huga við samningagerð og hvað ber að varast, auk þess hvernig mismunandi fagaðilar eins og tónskáld og leikstjóri vinna saman.  

Meðal annars verður boðið upp á fyrirlestra frá Thomas Golubic (BREAKING BAD), Tim Husom (Redbird Music), Alfons Karabuda (forseta ECSA), ásamt spjalli við Hildi Guðnadóttur (Joker) og fleirum.

Aðrir dagskrárliðir eru pallborðsumræður og samtöl þar sem fagaðilar ræða um það hvernig tónlist kemur inn í framleiðsluferli kvikmynda, en meðal þátttakenda verða Nanna Kristín Magnúsdóttir, Silja Hauksdóttir, Herdís Stefánsdóttir,  Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson og fleiri. Málþingsstjóri verður Anna Hildur Hildibrandsdóttir.