Tix.is

Event info

Framvísa þarf neikvæðu hraðprófi sem má að hámarki vera 48 tíma gamalt og þá er einnig grímuskylda. 


Hátíðar - og aðventu ÞRIÐJUDAGSKVÖLD með TVÍHÖFÐA! 

Í Háskólabíói, þriðjudagskvöldið 7 desember kl. 20. 

Brátt eru liðin tvö ár síðan Tvíhöfði steig síðast á svið í smekk fullum sal Háskólabíós og er sá atburður enn í fersku minni margra. Þeir félagar hafa ákveðið að endurtaka leikinn og bjóða upp á hið rómaða hátíðar – og aðventu þriðjudagskvöld með Tvíhöfða í Háskólabíói. Það hefur verið mál manna og kvenna að ekki sé hægt að halda almennileg jól fyrr en sest hefur verið niður með þeim Jóni Gnarr og Sigurjóni Kjartanssyni þar sem rædd eru málefni líðandi stundar umbúðalaust, tónlist leikin og sungin, skrítlur sagðar, leikþættir leiknir og ræður fluttar. Og svo má ekki gleyma leynigestum!

 

Á þessari hátíðlegu aðventuhátíð munu þeir Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson bjóða upp á sérstaka hátíðardagskrá sem lætur enga önd ósnortna! Gleðileg jól!

 

Miðaverð kr. 6900

 

Miðasala hefst 1 október kl. 12:00 á hádegi!