Tix.is

Event info

Vegna fjölda fyrirspurna og áskoranna ætla goðsagnirnar Daníel Ágúst og Jón Ólafsson að endurtaka leikinn hjá okkur í Sjálandi eftir vel heppnaða tvöfalda tónleika í Hörpu með Nýdönsk og uppselt hjá okkur í júlí að þá ætlar þeir að mæta aftur til okkar þann 6. október.

Daníel Ágúst skaust fram á stjörnusviðið þegar hann söng um Hólmfríði Júlíusdóttur með Nýdönsk hér um árið. Síðan þá hefur hann verið í fremstu víglínu íslenskra söngvara, bæði með Nýdönsk og síðar danssveitinni GusGus

Lög eins og Horfðu til himins, Hjálpaðu mér upp, Ladyshave o.fl. hafa verið á hvers manns vörum um árabil og það verður gaman að sjá hvað gullbarkinn töfrar fram fyrir matargesti.

Jón Ólafsson hefur verið í fremstu víglínu íslenskra tónlistarmanna um árabil, gefið út sólóplötur og er meðlimur í hljómsveitinni Nýdönsk, saman hafa þeir leikið sér að útsetningum af lögum sem þeim þykja kær með Nýdönsk og Gus Gus.

Svo er aldrei að vita nema þeir taki ábreiður af lögum sem þeir fá sjaldan tækifæri til að flytja opinberlega.

Tryggðu þér miða tímanlega því seinast seldist upp á met tíma og færri komust að en vildu á þessa einstöku kvöldstund.

Innifalið er Þriggja rétta kvöldverður og miði á tónleika.

Sérréttaseðill Sjálands

HUMARSÚPA

Leturhumar, úthafsrækjur, súrdeigsbrauð

GRILLUÐ NAUTALUND OG SELJURÓT

Blaðlaukur, stökkir jarðskokkar og rauðvínsgljái

*nautalundin er alltaf hægelduð í medium rare 54°C

SÚKKULAÐI OG ÍSLENSK JARÐABER

Súkkulaði brownie, múslí og vanillurjómi.

(Senda þarf tölvupóst á steindor@sjaland210.is séu ofnæmi eða óskir um vegan menu)