Tix.is

  • Oct 23rd 20:00
  • Oct 28th 20:00
Ticket price:3.500 kr.
Event info

Tónlistarkonan Blankiflúr mun halda útgáfutónleika fyrstu breiðskífu sinnar Hypnopompic á Gauknum í Reykjavík og á Gránu Bistro á Sauðárkróki í október. 

Platan kom út í apríl á þessu ári og inniheldur 9 lög en hljóðheimi hennar hefur verið líkt við elektrónist popp sem hverfist um dimmleitt Norðurlandaminni í anda norrænna tónlistarkvenna eins og Eivöru, Susanne Sundfor og fleiri.

 Með Blankiflúr verður þriggja manna hljómsveit og mikið lagt í að skila þessu stóra stúídóverkefni til áhorfenda núna þegar lifandi tónlist fær loks að flæða aftur. Tryggið ykkur miða í tíma.