Tix.is

Event info

Upprunalega þríeykið sem stofnaði Todmobile árið 1988, þau Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson gítarleikari, Andrea Gylfadóttir söngkona og Eyþór Arnalds söngvari og sellóleikari koma saman á ný. Einnig koma fram aðrir núverandi kjarna meðlimir Todmobile, þeir Eyþór Ingi Gunnlaugsson söngvari, Kjartan Valdemarsson hljómborðsleikari, trommuleikarinn Ólafur Hólm og Eiður Arnarsson bassaleikari. Saman stíga þau á stokk í Eldborgarsal Hörpu laugardagskvöldið 30. október 2021 og flytja vel valda smelli frá öllum ferli sveitarinnar en þetta verður í fyrsta sinn í rúman áratug sem Eyþór Arnalds kemur fram með Todmobile.

Á seinni árum hefur hljómsveitin opnað leikvöll fyrir erlendar rokkstjörnur sem höfðu áhrif á meðlimi hennar í æsku. í þeirri tónleikaröð höfum við fengið að heyra og sjá Jon Anderson úr YES, Steve Hackett úr Genesis, Nik Kershaw og Live Aid og Ultravox stjörnuna Midge Ure ganga inn í hljóðheim Todmobile og SinfoniaNord.

En núna er þetta back to basics. Sameinuð stöndum við!