Tix.is

Event info

Upplýsingar til tónleikagesta
Samkvæmt núgildandi reglugerð um sóttvarnir verða allir gestir að sýna neikvæða niðurstöðu úr hraðprófi við komu á viðburði yfir 500 manns, og á það því við um þessa tónleika, ásamt grímuskyldu.
Hraðpróf gildir í 48 klst og eru gjaldfrjáls.

Á höfuðborgarsvæðinu er hægt að fara í hraðpróf á eftirfarandi stöðum:

• Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins býður upp á hraðpróf á Suðurlandsbraut 34; www.hradprof.covid.is
• Covidtest; býður upp á hraðpróf bæði á Kleppsmýrarvegi 8 og í Hörpu. Aðstaðan í Hörpu er í kjallara hússins, beint á móti inngangi frá bílastæðakjallara. www.covidtest.is athugið að hraðprófsstöð í Hörpu lokar kl. 18
• Öryggismiðstöðin býður upp á hraðpróf við Kringluna og BSÍ; www.testcovid.is
Utan höfuðborgarsvæðis www.hradprof.covid.is

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Ágæta fólk,

Þann 12. nóvember árið 2021 mun Hipsumhaps halda kærkomna tónleika í Eldborgarsal Hörpu í samstarfi við Tuborg, Red Bull og Votlendissjóð.

Hipsumhaps steig fyrst fram á sjónarsviðið árið 2019 með plötunni ‘Best gleymdu leyndarmálin.’ Platan hlaut frábærar móttökur frá íslenskri alþýðu og lög á borð við ‘LSMLÍ (lífið sem mig langar í)’, ‘Bleik ský’ og ‘Fyrsta ástin’ ómuðu í tækjum allra landsmanna. Hipsumhaps landaði þá tvennum verðlaunum á Íslensku tónlistarverðlaununum - í flokkunum Bjartasta vonin og Lag ársins í rokki.

Í miðjum heimsfaraldri varð til samtímaverkið ‘Lög síns tíma’ sem að leit dagsins ljós í maí á þessu ári. Þessir tónleikar munu marka ákveðin tímamót þar sem að platan verður leikin í síðasta sinn. Eitt af þemum plötunnar eru baráttumál náttúrunnar, einna helst í samhengi við þá staðreynd að sumir hlutir eru ekki varanlegir. Eins og t.d. jöklar landsins, eitt helsta einkenni íslenskrar náttúru, sem að nú eru komnir á tímalínu vegna hlýnun jarðar.

Fram að 1. janúar 2022 verður hægt að eignast stafrænt eintak af plötunni í gegnum heimasíðu okkar sem verður uppfærð á næstu misserum. Eftir það verður platan ekki lengur aðgengileg á streymisveitum og ber hún þar með nafn með rentu. Lög síns tíma. Hluti af sölu plötunnar mun renna í Votlendissjóð og þeirra frábæru starfsemi í baráttunni við endurheimt votlendis.

Við hvetjum ykkur öll til þess að fara út, fagna lífinu, og eiga gott kvöld með fjölskyldu og vinum. Lífið er núna.

Rokk og ról 

Hipsumhaps