Tix.is

Event info

Þann 25.júní síðastliðinn gaf hljómsveitin Brek út sína fyrstu plötu. Um er að ræða 11 laga grip sem er samnefndur sveitinni og kom út bæði á vínylplötu og geisladisk.


Af því tilefni verður blásið til veglegra útgáfutónleika þann 14.október næstkomandi. Tónleikarnir fara fram í Fríkirkjunni í Reykjavík og hefjast kl. 20:00. Dúettinn Tendra mun leika nokkur lög áður en Brek stígur á svið.
 
Miðasala fer fram á Tix.is og við hurðina. Miðaverð er 3.500 kr. auk þess sem platan verður til sölu á sérstöku tilboðsverði þetta kvöld.

www.brek.is