Tix.is

Event info

Útgáfutónleikar Dr. Gunna í tilefni af útkomu Nei, ókei sem kemur út á Spotify þann 15. október nk. og vínyl í nóvember. Auk Dr. Gunna koma fram góðir gestir sem verða kynntir til leiks þegar nær dregur.

Nei, ókei er 12 laga LP-plata, sú fyrsta með hljómsveitinni Dr. Gunni síðan prjál-útgáfan „Í sjoppu“ kom út 2015, og fyrsta alvöru platan síðan „Stóri hvellur“ kom út 2003. Platan kemur út í takmörkuðu magni á vínyl og er því mikilvægt að hafa hraðar hendur og forpanta hér til að ná í eintak! 

Auk Gunnars Hjálmarssonar skipa Guðmundur Birgir Halldórsson, Grímur Atlason og Kristján Freyr Halldórsson sveitina.

 Auk Dr. Gunna koma fram Jón Gnarr & Hamfarabandið og Elisa Newman

Þegar vínyllinn kemur úr framleiðslu verður hann keyrður heim að dyrum (á rafmagnsbíl) kaupenda á höfuðborgarsvæðinu. Aðrir fá gripinn sendan á kostnað viðtakenda.