Tix.is

Event info

Stórsöngkonan Guðrún Árný ætlar að  halda sannkallaða 90´s veislu í Silfurbergi, Hörpu.

Þar ætlar Guðrún að syngja  ballöðurnar sem voru svo vinsælar á 10. áratug síðustu aldar.

Hver man ekki eftir lögum eins og Nothing Compares 2 U (Sinead O´Connor) – Angels (Robbie Williams)- Heaven (Bryan Adams) – Beautiful (Christina Aguilera) – I Don’t Wanna Miss a Thing (Aerosmith) -I Will Always Love You (Whitney Houston) auk allra flottu Celine Dion laganna sem Guðrún nær svo óaðfinnanlega.

Henni til aðstoðar verður einvalalið flottra hljóðfæraleikara og hver veit nema einhverjir leynigestir kíki við.

Hálfdán Árnason, bassi og söngur
Egill Örn Rafnsson, trommur
Grétar Lárus Matthíasson, gítar og söngur
Þorbjörn Sigurðsson, gítar og hljómborð

Hljóð: Jón Skuggi
Ljós: Magnús Helgi Kristjánsson