Tix.is

Event info

Pálmar er glænýr söngleikur eftir þær Guðrúnu Ágústu Gunnarsdóttur og Tinnu Margréti Hrafnkelsdóttur. 

Söngleikurinn fjallar um afa Tinnu, hann Pálmar Ólason og er byggður á sannsögulegum atburðum. Pálmar er góðhjartaður skemmtikraftur sem þarf að taka ákvörðun um hvort hann vilji stefna á listina eða eitthvað hagkvæmt, eins og arkitektúr. Sigurveig er kærasta hans og stendur hún alltaf bakvið Pálmar og styður hann í öllu sem hann gerir en það eina sem hún vill er að eignast fjölskyldu með Pálmari. Pálmar er yfir sig ástfanginn af Sigurveigu og langar að eignast líf með henni en þó vill hann ekki að hún sé skuldbundin honum á meðan hann fer til Ítalíu í nám. Á meðan dvöl hans stendur á Ítalíu verður hann heltekinn af ítalskri tónlist. Hann byrjar að skrifa íslenska lagatexta við lögin og sendir þau heim til Íslands svo að Raggi Bjarna, Haukur Morthens og Ellý Vilhjálms geti sungið þau og komið þessari undurfögru tónlist til Íslendinga. Pálmar er stanslaust að vinna, læra og skemmta, þannig þegar að hann veiktist alvarlega, setur það ugg að fólkinu í kringum hann. Sigurveig kemur alla leið til Ítalíu til að gæta að honum. Mun Pálmar ná sér aftur? Mun Sigurveig fá fjölskyldulífið sem hana dreymir um? Hvort velur Pálmar listina eða hið hagkvæma?

Það er aðeins ein leið til að vita og það er að koma og sjá söngleikinn Pálmar!