Tix.is

Event info

SVEF mun standa fyrir fjölbreyttri og spennandi dagskrá í vetur! Skráðu þig í félagið og vertu með! Fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði stefnum við á að vera með fræðandi og skemmtilega viðburði tengda vefmálum. Fyrsti viðburður verður 16. september þar sem við munum taka fyrir verðlaunavefi SVEF frá því í vor og skyggnast bak við tjöldin í þróun þeirra.

Fyrirlesarar frá neðangreindum vefjum munu fjalla um sinn verðlaunavef:


 - Ísland.is var valinn opinber vefur ársins og fékk einnig viðurkenningu fyrir aðgengismál Linda Lyngmo ráðgjafi hjá Júní mun segja frá hvernig nýr vefur Ísland.is varð til og hvernig hægt er að færa þjónustu ríkisins nær almenningi. Linda mun segja okkur frá þróunarferlinu að baki vefnum og mikilvægi hönnunar og hönnunarkerfis þegar kemur að því að mæta kröfum og væntingum hagaðila.
 - Vefur Neyðarlínunar var valin stafræn lausn ársins en hann var einnig valinn „Verkefni ársins” Birna Bryndís Þorkelsdóttir hönnuður, Elísabet Karlsdóttir markaðsráðgjafi og Ólafur Kjartansson tæknistjóri, öll frá Hugsmiðjunni munu segja frá vef Neyðarlínunnar frá hugmynd að veruleika. Frá upphafi var skilgreint markmið að vefurinn væri inngildandi (e. inclusive), að viðmótið væri laust við allt óþarfa áreiti og að halda hönnun þjónustumiðaðri til að notandinn fyndi alltaf viðeigandi lausn á sínum vanda.
 - Dominos appið var valið app ársins
 - Árdís Björk Jónsdóttir framkvæmdastjóri Stokks Software mun fjalla um þróunarferli appsins. Appið leysir flókið vandamál á skilvirkan hátt með góðri notendaupplifun og öllum upplýsingum er komið til skila með mjög skýrum hætti og vel er hugað að aðgengismálum. Aukavirkni sem komið var á til að bæta upplifun viðskiptavina á tímum Covid var flott viðbót.

Innifalið í verði er:
- Fyrirlestrar um verðlaunavefi
- Hádegisverður (Vinsamlegast takið fram ef óskað er eftir vegan möguleika)
- Tækifæri til að hitta og tengjast fólki úr bransanum

Ef þú vilt ganga í félagið skráðu þig á www.svef.is/skraning. Mörg fyrirtæki eru reiðubúin að greiða árgjöld fyrir starfsfólk sitt.