Tix.is

Event info

Píanóleikarinn Erna Vala Arnardóttir flytur Kreisleriana ópus 16 eftir Robert Schumann á hádegistónleikum í Salnum í Kópavogi miðvikudaginn 15. desember kl. 12:15. Aðgangur ókeypis.

Efnisskrá:

Robert Schumann: Kreisleriana, Op. 16
1. Äußerst bewegt
2. Sehr innig und nicht zu rasch
3. Sehr aufgeregt
4. Sehr langsam
5. Sehr lebhaft
6. Sehr langsam
7. Sehr rasch
8. Schnell und spielend

---

Erna Vala Arnardóttir píanóleikari, fædd 1995, hefur komið fram víða í Evrópu og Bandaríkjunum síðastliðin ár og unnið til fjölda verðlauna fyrir píanóleik sinn. Þar má helst nefna heiðursorðuna Hvítu rósina frá forseta Finnlands árið 2018 og fyrstu verðlaun í efsta flokki EPTA-píanókeppninnar á Íslandi.

Erna Vala stundar doktorsnám í píanóleik sem Fulbright-nemi við USC Thornton School of Music í Kaliforníu. Hún hefur lokið meistaragráðu í píanóleik frá Síbelíusarakademíunni í Helsinki og bakkalárgráðu í píanóleik frá Listaháskóla Íslands hjá Peter Máté.

Erna Vala hefur leikið einleik með bæði
Sinfóníuhljómsveit Íslands og Sinfóníuhljómsveit áhugamanna. Hún hefur einnig komið fram sem gestalistamaður ýmissa hátíða, til dæmis Arctic Initiative í Washington D.C., Albignac Piano Festival í Frakklandi og Trinity Laban-samtímalistahátíðarinnar í London.

Erna Vala stofnaði menningarfélagið Íslenska Schumannfélagið sumarið 2020 og starfar sem formaður þess. Félagið stefnir að því að stuðla að heilbrigðu og fjölbreyttu menningarlífi á Íslandi, kynna störf og tónlist Schumann-hjónanna og þeirra tengiliða, og skipuleggja áhugaverða viðburði og störf á Íslandi.

---

Menning á miðvikudögum er styrkt af Lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.


Ókeypis aðgangur - Sækja þarf miða hér að ofan með því að velja "Kaupa miða"