Tix.is

Event info

Komin er út ný söngplata með tíu lögum sem Tómas R. Einarsson hefur gert við kvæði ýmissa skálda; Lindu Vilhjálmsdóttur, Sveinbjörns I. Baldvinssonar, Halldórs Laxness, Kristínar Svövu Tómasdóttur, Steins Steinarr, Sigfúsar Daðasonar og Ingibjargar Haraldsdóttur. Efni ljóðanna er ást og tregi og söknuður.

Ragnhildur Gísladóttir syngur öll lögin en hljóðfæraleikarar eru auk bassaleikarans Tómasar Ómar Guðjónsson á gítar, Davíð Þór Jónsson á píanó og hammondorgel og Magnús Trygvason Elíassen á trommur og slagverk.

Tvennir útgáfutónleikar verða á Jazzhátíð Reykjavíkur 3. september í Hörpu, auk þess sem hljómsveitin heldur tónleika í Edinborgarhúsinu, Ísafirði 9. september kl. 20:30.

Titill plötunnar, Ávarp undan sænginni, er sóttur í samnefnt ljóð Kristínar Svövu Tómasdóttur: ...Er þessi dagur bæði upphaf og endir / eins og honum ber að vera / eða hlykkjast hann eftir hringveginum / eins og dagarnir á undan honum / og dagarnir á undan dögunum á undan honum...?