Tix.is

Event info

Sviðslistahópurinn OBB samanstendur af Jökli Smára Jakobssyni og Vigdísi Höllu Birgisdóttur. Þau eru bæði leikaranemar við Listaháskóla Íslands. Í sumar hafa þau verið að vinna í einleik fyrir svið byggðan á ljóðum eftir Anton Helga Jónsson, skáld. Út frá ljóðunum hafa þau fundið persónur, uppákomur, aðstæður og sögur og eftir miklar rannsóknir hafa þau sameinað hugmyndir sínar í eitt verk, eina sögu, einn einleik. 

Ef ég væri… æ, ekkert er verk sem spyr hvað við erum og hvað við erum ekki. Erum við það sem við erum ekki eða erum við ekki það sem við erum? Hver ræður? Hver hefur alræðisvaldið? Sóley er ekki með svörin en hún leitar að þeim þar sem henni líður best, með plöntunum sínum. Stundum er eina leiðin að komast af sú leið að koma sér undan… æ, ekkert. 

Aðstandendur:

Höfundar: Jökull Smári Jakobsson og Vigdís Halla Birgisdóttir

Byggt á ljóðum eftir Anton Helga Jónsson

Leikstjóri: Jökull Smári Jakobsson

Einleikari: Vigdís Halla Birgisdóttir

Sviðsmynd, tónlist og ljós: OBB

Sérstakar þakkir:

-       Starfsfólk Molans

-       ORA

-       Íþróttahúsið í Digranesi

-       Tóma rýmið

-       Hallveig Kristín Eiríksdóttir

-       Magnús Thorlacius

-       Sigurður Ingvarsson