Tix.is

Event info

,,Aurora - því dimmari sem heimurinn verður, þeim mun skýrar sjást norðurljósin"

Olga Vocal Ensemble í Menningarhúsinu Tjarnarborg föstudaginn 30. júlí kl. 20:00

Sönghópurinn Olga Vocal Ensemble syngur sig inní hjörtu Íslendinga og Evrópubúa sem aldrei fyrr með yfirtónasöng sem mætti líkja við Norðurljós.

Í Ólafsfirði geta gestir hlýtt á uppáhalds lög þeirra, lög sem vekja þeim innblástur og lög sem vekja upp góðar minningar. Hér eru á ferðinni persónulegir tónleikar, tilraun til að tengja fólk saman þrátt fyrir þá einangrun sem margir hafa þurft að ganga í gegnum á síðari tímum. Olga snýr uppá svið í Ólasfirði eftir nokkurn tíma. Þeim verður vafalaust vel fagnað því hátíðarstemning mun ríkja í Tjarnarborg! Húsið opnar kl. 19 með opnun veitingasölu og tónleikar hefjast kl. 20 og eru í fullri lengd með hléi. Miðarverð: kr. 4000

Efnisskráin: klassísk verk, jazzlög yfir í yfirtónasöng saminn af meðlimum Olgu þar sem má líkja hljómnum sem heyra má við það þegar norðurljósin mála falleg verk á himnum.

Olga Vocal Ensemble er sönghópur sem hefur verið starfræktur síðan árið 2012 en hópurinn hélt sína fyrstu tónleika á Íslandi sumarið 2013 og hefur heimsótt Ísland á hverju ári síðan þá, að undanskildu árinu 2020. Hópurinn er skipaður 5 strákum, 3 eru búsettir í Hollandi og 2 eru búsettir á Íslandi. í Olgu eru Hollendingarnir Jonathan Ploeg og Arjan Lienaerts, Englendingurinn Matthew Lawrence Smith, rússneski Bandaríkjamaðurinn Philip Barkhudarov og Íslendingurinn Pétur Oddbergur Heimisson.

Olga hefur gefið út 3 geisladiska, fyrsti diskurinn kom út árið 2012, Vikings kom út árið 2016 og It’s a Woman’s World kom út árið 2018. Sumarið 2021 kemur síðan út 4. diskur hópsins, Aurora, en hann verður einnig fáanlegur á vínylplötu.


Ath. Frítt fyrir 18 ára og yngri.