Tix.is

Event info

Hljómsveitin GÓSS (Sigurður Guðmundsson, Sigríður Thorlacius og Guðmundur Óskar) fagnar sumrinu og heldur í sína árlegu tónleikaferð um landið.

Tónleikarnir í sumar eru eftirfarandi:
23. júní, mið - Mál og menning, Reykjavík
1. júlí, fim - Skyrgerðin, Hveragerði
2. júlí, fös - Bragginn, Ásbrekka (miðasala)
3. júlí, lau - Básar, Þórsmörk (miðasala á staðnum)
4. júlí, sun - Midgard Base Camp, Hvolsvöllur
8. júlí, fim - Hótel Laugarhóll, Bjarnarfjörður
9. júlí, fös - Heydalur, Ísafjarðardjúp
10. júlí, lau - Vagninn, Flateyri
11. júlí, sun - Í garðinum hjá Láru, Þingeyri (enginn aðgangseyrir)
16. júlí, fös - Bíóhöllin, Akranes (miðasala)

Hljómsveitin GÓSS hefur slegið í gegn með tónleikum sínum um land allt, en einnig vakti fyrsta breiðskífa sveitarinnar, Góssentíð, mikla athygli og var m.a. tilnefnd sem plata ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum. 

Á tónleikum GÓSS verður boðið upp á létt og skemmtilegt prógramm þar sem aðalmarkmiðið er að skapa hugljúfa og notalega kvöldstund fyrir tónleikagesti.


GÓSS á Facebook

GÓSS á Instagram