Tix.is

Event info

Bakkabræður er bráðfjörug sýning um hina einu sönnu bræður frá Bakka þá Gísla, Eirík og Helga sem líklega eru með þekktustu klaufabárðum Íslandssögunnar. Í sýningunni eru kostuleg ævintýri Bakkabræðra sett í spaugilegan búning með töfrum brúðuleikhússins.

Lögin í sýningunni eru sungin af Diddú við tónlist sem Björn Thoroddsen, gítarleikari, samdi og flytur. Marsibil G. Kristjánsdóttir hannar ævintýraheim leiksýningarinnar og gerir brúðurnar sömuleiðis. Leikari og þjónn brúðanna er Elfar Logi Hannesson, sem einnig er höfundur verksins ásamt Sigurþóri A. Heimissyni sem jafnframt leikstýrir.