Tix.is

Event info

Það eru gleðifréttir fyrir marga óperuunnendur að óperan La Traviata eftir Verdi sem hætti fyrir fullu húsi vorið 2019 verður tekin upp og sýnd aftur í Eldborg þann 6.11. og Hofi þann 13.11. 2021 Aðalhlutverkið verður sem fyrr sungið af Herdísi Önnu Jónassdóttir sem fékk frábæra dóma og fékk Grímuverðlaunin sem söngvari ársins fyrir túlkun sína á hlutverki Víólettu.
Óperan fékk frábærar viðtökur áhorfenda og gagnrýnenda innanlands og erlendis en hún fjallar um lífsgleðina, frelsið og forboðna ást og er í þremur þáttum. Óperan var frumflutt í Feneyjum 6. mars árið 1853 og textinn sem er eftir Francesco Maria Piave er byggður á leikgerð skáldsögunnar Kamelíufrúin eftir Alexandre Dumas.
Óperan hét upphaflega Violetta eftir aðalpersónunni og þykir ein sú allra fallegasta sem samin hefur verið.

Hljómsveitarstjóri Anna- Maria Helsing
Leikstjóri Oriol Tomas,
Leikmyndahönnuður Simon Guilbault,
Búningahönnuður Sébastien Dionne
Ljósahönnuður; Erwann Bernard
Videóhönnuður er Félix Fradet-Faquy.

Miðasala á www.opera.is, www.harpa.is  og www.mak.is

HLUTVERK
Violetta Valéry
Herdís Anna Jónasdóttir

Alfredo Germont
Rocco Rupolo

Giorgio Germont, faðir Alfredos
Hrólfur Sæmundsson

Flora Bervoix, vinkona Violettu
Sigríður Ósk Kristjánsdóttir

Annina
Hrafnhildur Árnadóttir

Gastone
Snorri Wium

Barón Douphol
Oddur Arnþór Jónsson

Markgreifinn af Obigny
TBA

Grenvil læknir
Valdimar Hilmarsson

Kór íslensku óperunnar og dansarar koma einnig fram í sýningunni. Kórstjóri er Magnús Ragnarsson

Sögulegt samstarf; Þetta mun verða í fyrsta sinn sem Íslenska óperan og Menningarfélag Akureyrar stofna til formlegs samstarfs varðandi óperuuppfærslur, en La traviata verður sýnd bæði í Eldborg og einnig í Hofi á Akureyri viku síðar og mun Sinfonia Nord sjá um hljómsveitarleik á öllum sýningunum undir stjórn Bjarna Frímanns Bjarnasonar tónlistarstjóra Íslensku óperunnar.